Fara í efni

Súðavíkurskóli - Laus stöður skólaárið 2024-2025

Störf í boði

Súðavíkurskóli er samrekinn leik-, grunn-, og tónlistarskóli með einum stjórnanda, áætlað að það verði u.þ.b. 25 nemendur, þar sem unnið er eftir Uppbyggingarstefnunni og starfið hverfist um einkunnarorðin: Vellíðan - Virðing - Framfarir - Heiðarleiki. Þá er lögð áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, vellíðan nemenda og samvinnu starfsmanna. 

Við Súðavíkurskóla eru lausar stöður kennara við leik- og grunnskóla, einnig 50% staða í tónlistardeildina. Í grunnskólanum er samkennska árganga. í öllum námsgreinum. Helstu hæfniskröfur eru kennsluréttindi í tónlistar-, grunn- og leikskóla, reynsla af kennslu er kostur. Hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og samviskusemi. Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í starfi. Gerð er krafa um góða íslensku kunnáttu í ræðu og riti. Kostur er að þekkja byrjendalæsi og leiðsagnanám. 

Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir kjarasamningi KÍ og Sambandi íslenskra sveitafélaga. Umsókn skal skilað til Önnu Lindar Ragnarsdóttur skólastjóra, á netfangið annalind@sudavikurskoli.is og með umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og leyfisbréf. 

Umsóknarfrestur er til 27.júní 2024

Allar nánari upplýsingar veitir Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri í síma 450-5911, gsm 893-4985 eða í gegnum ofangreint netfang.