Fara í efni

Umhverfisstofnun – Mengunareftirlit

Störf í boði

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi mengunareftirlits. Við leitum að starfsmanni með þekkingu og áhuga á umhverfisvernd og mengunarvörnum. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu.
Helstu verkefni sérfræðingsins felast í eftirliti með mengandi starfsemi. Sérfræðingurinn mun taka þátt í fjölbreyttu samstarfi við fjölda stofnana og hagsmunaaðila.

Hvar má bjóða þér að vinna?
Umhverfisstofnun starfar á níu starfsstöðvum um landið. Valið stendur um Þjóðgarðsmiðstöðina Snæfellsjökul, Patreksfjörð, Ísafjörð, Akureyri, Mývatn, Egilsstaði, Hellu, Vestmannaeyjar og Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með mengunarvörnum hjá starfsleyfisskyldum aðilum
  • Viðbrögð við kvörtunum vegna starfsemi og eftirfylgni eftirlits
  • Yfirferð vöktunaráætlana og niðurstöður vöktunar
  • Önnur verkefni er tengjast umhverfisgæðum og miðlun

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem verkfræði, tæknifræði, náttúruvísindi eða umhverfis- og auðlindafræði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stafræn verkefni, þekking og geta til að sýna frumkvæði
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.08.2022

Nánari upplýsingar veitir

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Sviðstjóri - birnag@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, Mannauðsstjóri - thoram@ust.is - 5912000