Fara í efni

Vegagerðin — Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði

Störf í boði

Við leitum að handlögnum starfsmanni á vélaverkstæði Vegagerðarinnar á Ísafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjónusta við vélar, tæki og búnað á starfsstöðinni

  • Viðhald og eftirlit með vetrarbúnaði, t.d. ferilvöktunarbúnaði, sanddreifurum, snjótönnum, snjóblásurum o.fl.

  • Rekstur og þjónusta við bílabanka

  • Umsjón með húsnæði og lóð svæðismiðstöðvar

  • Afgreiðsla á vörum frá rekstrardeild

  • Vörumóttaka

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf sem nýtist í starfi, æskilegt

  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi, æskileg

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði og hæfni að vinna í teymi

  • Gott vald á íslensku

  • Góð tölvufærni

  • Góð öryggisvitund

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 16.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Kristinn Gunnar K. Lyngmo, kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is

Sími: 5221000