Fara í efni

Vesturbyggð - Sérkennslu­stjóri við leik­skólana

Störf í boði

Vest­ur­byggð leitar að þroska­þjálfa, iðju­þjálfa, sérkennara eða öðrum með sambæri­lega menntun til að gegna starfi deild­ar­stjóra sérkennslu við leik­skólana í sveit­ar­fé­laginu.

Í sveitarfélaginu eru þrír byggðarkjarnar og þrír leikskólar og ein leikskóladeild. Leikskólinn Tjarnarbrekka er samrekinn með grunnskólanum á Bíldudal, leikskólinn Vinaminni er samrekinn með grunnskólanum á Tálknafirði, leikskóladeildin Klif er samrekin með Patreksskóla á Patreksfirði og er þar einnig leikskólinn Araklettur. Samtals eru um 80 börn á leikskólaaldri í sveitarfélaginu.

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að koma að vinna í leikskólunum í Vesturbyggð. Í fyrsta lagi er hér metnaðarfullt og gott samstarf á milli allra leik- og grunnskóla og mikil uppbygging í skólastarfinu þar sem boðleiðir eru stuttar og mikill stuðningur við starfsfólk og skóla. Þetta gerir það auðvelt að koma verkum í framkvæmd og býður starfið því upp á mjög mikla möguleika fyrir sjálfstæða, metnaðarfulla og framsýna manneskju. Í öðru lagi erum við framsækin við innleiðingu nýrra starfshátta og má þar til dæmis nefna að við erum mjög vel á veg komin með innleiðingu farsældarlaganna og við munum innleiða Nurture næsta vetur í samstarfi við MMS, sem eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins. Í þriðja lagi er hér jákvæðni og uppbygging í samfélaginu þar sem börn eru sífellt stærri hluti af samfélaginu sem býður uppá mikla möguleika fyrir rétt fólk.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu á leikskólunum
  • Að vera fagleg umsjónarmanneskja sérkennslu á leikskólunum og annast því frumgreiningu barna og sjá um ráðgjöf og aðra fræðslu tengdri sérkennslu til starfsmanna
  • Vinna í nánu samstarfi við skólastjóra, deildarstjóra, annað starfsfólk og ekki síst foreldra/forráðamenn við frekari uppbyggingu gæðaskólastarfs

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þroskaþjálfamenntun, leikskólakennaramenntun, iðjuþjálálfamenntun, framhaldsnám í sérkennslufræðum eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Frumkvæði í starfi, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2024

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags.

Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið með því að senda umsókn á sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Umsókn fylgi ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

arnheidur@vesturbyggd.is
S:450-2300