Fara í efni

Umsóknarfrestur - Erasmus+ Samstarfsverkefni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti samstarfsverkefna í Erasmus+ fyrir árið 2024.

Samstarfsverkefni á háskólastigi

Fyrir hverja?

Háskólar og aðrir aðilar sem koma að háskólamenntun, s.s. fyrirtæki, samtök, aðilar vinnumarkaðar og rannsóknastofnanir, geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun á háskólastiginu.

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita háskólastofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í háskólamenntun þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og gæði.

Samstarfsverkefni þurfa að taka mið af stefnumörkun ESB fyrir háskólastigið en geta m.a. snúið að því að auka gæði í háskólamenntun, þróa nýjar námsleiðir og námskrár, efla samstarf við atvinnulíf eða innleiða nýjar kennsluaðferðir.

Umsóknarfrestur

Sjá síðu um umsóknarfresti

Samstarfsverkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi

Fyrir hverja?

Leik-, grunn- og framhaldsskólar, tónlistarskólar og listnámsskólar sem kenna eftir viðurkenndum námskrám. Skólayfirvöld, sveitarfélög og aðrir lögaðilar sem koma að menntun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Til hvers?

Samstarfsverkefni skóla veitir skólum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína með því að:

  1. Vinna með öðrum skólum eða samstarfsaðilum í Evrópu og skiptast á reynslu og góðum vinnubrögðum í kennslu
  2. Vinna að innleiðingu eða þróun nýjunga í skólastarfi

Samstarfsverkefni skulu taka mið af stefnumörkum Evrópusambandsins í menntun og nýta til þess m.a frumkvöðlafærni, tungumálakunnáttu og upplýsingatækni. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi skóla og stofnana.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)
  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships)

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

 

Samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar

Fyrir hverja?

Starfsmenntaskólar og aðilar sem starfa á sviði starfsmenntunar geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfsmenntun.

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita starfsmenntastofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni sína. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í starfsmenntun þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði.

Samstarfsverkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í starfsmenntun. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði starfsmenntunar.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)

  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships).

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Fyrir hverja?

Fullorðinsfræðsluaðilar, sem og aðrir lögaðilar, s.s. fyrirtæki, aðilar vinnumarkaðar, háskólar og rannsóknastofnanir geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu. 

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðslustofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni starfsmanna sinna. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði. 

Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:  

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)  

  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships). 

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Samstarfsverkefni á sviði fullorðinsfræðslu

Fyrir hverja?

Fullorðinsfræðsluaðilar, sem og aðrir lögaðilar, s.s. fyrirtæki, aðilar vinnumarkaðar, háskólar og rannsóknastofnanir geta sótt um styrki til að stuðla að nýbreytni og framþróun í fullorðinsfræðslu. 

Til hvers?

Samstarfsverkefni veita fullorðinsfræðslustofnunum og öðrum aðilum tækifæri til að öðlast reynslu af alþjóðlegu samstarfi og efla hæfni starfsmanna sinna. Einnig geta verkefnin snúist um að þróa eða yfirfæra aðferðir eða leiðir í fullorðinsfræðslu þar sem áhersla er lögð á nýbreytni og gæði. 

Styrkt verkefni skulu taka mið af stefnumörkun Evrópusambandsins í fullorðinsfræðslu. Þau geta verið mismunandi að stærð og gerð og geta meðal annars snúið að því að auka gæði kennslu og annarrar starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu.

Í boði eru tvær tegundir verkefna:  

  • Stærri samstarfsverkefni (Cooperation Partnerships)  

  • Smærri samstarfsverkefni (Small-scale Partnerships). 

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu.
Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur