30. nóvember
Landsvirkjun tekur virkan þátt í samfélaginu og styður við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif.
1. desember
Tilgangur styrkjanna er að efla menningu og ferðaþjónustu í Bolungarvík. Ekki er úthlutað styrkjum til reksturs, stofnkostnaðar eða endurbóta, heldur eru framlög bæjarins ætluð til einstakra verkefna. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til ferða, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar.
1. desember
Styrkir til menningar- og ferðamálatengdra verkefna eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir verkefni og viðburði á yfirstandandi almanaksári. Næsti umsóknarfrestur er til og með 1. desember.
31. desember
Markmiðið með stuðningnum er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
31. desember
Að styðja sókn íslenskra háskóla, stofnana og fyrirtækja í alþjóðlega rannsóknasjóði og samstarfsáætlanir sem Ísland greiðir þátttökugjald í.
Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs leggja til fjármagn til að styrkja vinnu við umsóknagerð.
16. janúar kl. 12:00-17:00
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verða haldin 16. janúar 2025
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna.
Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.
Markmið og tilgangur viðburðarins er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.
3. febrúar
Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, kennaraskipta, þjálfun nema í starfsnámi og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum).
3. febrúar
Styrkir til samstarfsneta og þróunarverkefna skóla. Ferðastyrkir vegna nemendaheimsókna, heimsókna kennara og stjórnenda og undirbúningsheimsóknir. Skólarnir sækja um og er gerð krafa um samstarf tveggja landa (í námsferðum) eða þriggja landa (í verkefnum).
3. febrúar
Aðaláhersla tungumálahluta Nordplus er á verkefni sem vinna með að auka norrænan málskilning. Dæmi um það getur verið að þróa námsefni, tölvuleiki eða öpp, rannsóknir, fræðsla, ráðstefnur o.fl.
3. febrúar
Nordplus áætlunin er samstarfsnet Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um æðri menntun.
3. febrúar
Styrkir til samstarfsverkefna og samstarfsneta menntastofnana á ólíkum skólastigum.