Fara í efni

Umsóknarfrestur - ESC - Sjálfboðaliðaverkefni og samfélagsverkefni

Sjálfboðaliðaverkefni

 

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. Sjálfboðaliðaverkefni geta verið annars vegar í Evrópu og hins vegar innanlands. Frá og með 2022 getur ungt fólk á aldrinum 18-35 ára farið til landa utan Evrópu til þess að sinna mannúðaraðstoð. Samtök og sveitarfélög geta sótt um að taka á móti eða senda einstaklinga í 2-12 mánuði, einnig er hægt að senda eða taka á móti einstaklingum sem þurfa meiri stuðning í 2 vikur til 2 mánuði. Hópar geta einnig tekið þátt í 2 vikur til 2 mánuði og þá sem 5-40 manns saman.

Til hvers?

Að hvetja til aukinnar samstöðu með sjálfboðastarfi. Að efla þátttöku ungs fólks og samtaka í vandaðri sjálfboðaliðaáætlun. Að efla samheldni, lýðræði og borgaralega þátttöku í Evrópu auk þess að stuðla að félagslegri aðlögun. Einnig að tryggja þátttöku ungs fólks með færri tækifæri með ýmsum sérstökum úrræðum. Að stuðla að evrópskri samvinnu fyrir ungt fólk og vekja athygli á jákvæðum áhrifum þess.

Umsóknarfrestur

Sjá síðu um umsóknarfresti

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Þau sem vilja gerast sjálfboðaliðar geta þó alltaf sótt um í gegnum evrópsku ungmennagáttina.

Samfélagsverkefni

Fyrir hverja?

Ungt fólk á aldrinum 18 - 30 ára. Þátttakendur verða að vera að minnsta kosti 5 talsins, með lögheimili á Íslandi og hafa skráð sig í European Solidarity Corps gáttina.

Til hvers?

Til að hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið, takast á við áskoranir innan samfélagsins, með áherslu á samstöðu þátttakenda og að hafa evrópsk borgaraleg gildi að leiðarljósi. Þátttaka í sam-félagsverkefnum er mikilvæg óformleg upplifun þar sem ungt fólk getur eflt persónulegan, náms-, félags- og borgaralegan þroska.

Hvað er styrkt?

  • €595 fyrir hvern mánuð sem verkefnið stendur yfir
  • Styrkur vegna leiðbeinanda (coach) fyrir verkefnahópinn: € 214 á dag í hámark 12 daga
  • Styrkur vegna inngildingar - 100% raunkostnaður

Umsóknarfrestur

Sjá síðu um umsóknarfresti

Sótt er um rafrænt á Erasmus+ og ESC torginu. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á síðunni Leiðbeiningar fyrir umsækjendur.

Á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins má finna handbók European Solidarity Corps. Einnig er velkomið að setja sig í samband við starfsfólk Landskrifstofunnar á Íslandi til að fá nánari upplýsingar um þau skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla til að geta sótt um styrki í European Solidarity Corps.

Sækja um