Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 15. nóvember og er umsóknarfrestur til kl. 13 þriðjudaginn 7. desember. Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsinga sem frá birtust 23. og 25. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn.
Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins ásamt frekari upplýsingum um skilyrði lánveitinga og umsóknarferlið sem finna má á upplýsingasíðu um umsóknir.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is
Umsóknartímabil er frá og með mánudeginum 15. nóvember til kl. 13:00 þriðjudaginn 7. desember.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.