Við á Leikskólanum Eyrarskjóli óskum eftir starfsmanni í eldhús sem aðstoðar við matargerð, framreiðslu matar ásamt ræstingu fyrir eldhúsið. Viðkomandi starfar í nánu samstarfi og í umsjón matráðar. Matreitt er fyrir ca. 86 nemendur og um 30 starfsmenn.
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna í eldhúsi í nánu samstarfi með matráðnum okkar, ásamt uppvaski og þrifum í eldhúsi. Í skólum Hjallastefnunnar er mikið lagt upp úr gæðum og hollustu matar, heilbrigði og vellíðan. Um er að ræða framtíðarstarf. Frekari upplýsingar fást hjá skólastýru Ingibjörgu Einarsdóttur með því að senda tölvupóst í netfangið ingibjorgei@hjalli.is.
Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnur í samstarfi við matráð og sinnir þeim störfum sem matráður ætlar honum.
- Aðstoð við gerð og framreiðslu matar.
- Aðstoðar við gerð matseðla fyrir hvern mánuð skólaársins.
- Aðstoðar við innkaup á matar- þurr- og ræstivöru skólans sé þess óskað af matráði.
- Sinnir ræstingu í eldhúsi og almennu uppvaski.
- Sinnir þvotti.
- Aðstoðarmatráður er staðgengill matráðs og sér um hans störf þegar hann er fjarverandi.
- Matráður og aðstoðarmatráður sinna störfum sem stjórnendur ætla viðkomandi með tilliti til starfssviðs.
- Vinnur í samstarfi við matráð og sinnir þeim störfum sem matráður ætlar honum.
- Aðstoð við gerð, framreiðslu og/eða móttöku matar.
- Sér um eða aðstoðar með morgunmat og frágang.
- Aðstoðar við gerð matseðla fyrir hvern mánuð skólaársins.
- Aðstoðar við innkaup á matar- þurr- og ræstivöru skólans sé þess óskað af matráði.
Samskipti:
- Aðstoðarmatráður skal tryggja að samskipti starfsfólks í eldhúsi séu jákvæð og uppbyggileg.
- Aðstoðarmatráður leitast við að styðja eins og unnt er við allt fagstarf í skólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking af matargerð er æskileg.
- Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og lipurð í samskiptum.
- Færni til samvinnu og frumkvæðis í starfi ásamt lausnamiðaðri hugsun og snyrtimennsku.