Gallere Dynjandi á Bíldudal heldur í sýningaferðalag með "Bíldudalsstein, Vestfirði að vetri" eftir listamennina Hönnu Woll frá Þýskalandi og Hafdísi Húnfjörð frá Tálknafirði.
Sýningin verður sett upp sem hér segir:
-
Safnaðarheimilinu á Patreksfirði 17.- 18. og 19. febrúar nk.
Formleg opnun 17. feb. nk. kl. 18.00, opnunartími frá kl. 18.00 til 21.00 alla daga.
-
24.- 25. og 26. febrúar nk.
Ráðhúsinu Reykjavík
Formleg opnun 24. febrúar nk. kl 17.00 opið til kl. 19.00.
Dagana 25.febrúar og 26.febrúar nk. opið frá kl. 08.00 til kl. 19.00.
-
28. febrúar nk. og 1. og 2. mars nk.
Ketilhúsinu Akureyri
Formleg opnun 28. febrúar nk. kl. 13.00 opið til kl. 18.00,
1. mars nk. opið frá kl. 13.00 til kl. 18.00. 2. mars nk. opið frá kl. 13.00 til kl. 21.00.
-
4. og 5. mars nk.
Háskólasetrið á Ísafirði
Formleg opnun 4 mars nk. kl. 14.00 opið til kl. 21.00. 5. mars nk. opið frá kl. 09.00 til 21.00
-
6. og 7. mars nk.
Þróunarsetrið á Hólmavík
Formleg opnun 6. mars nk. kl. 18.00 opið til kl 21.00. 7. mars opið frá kl. 13.00 til kl. 18.00
"Bíldudalsstein, Vestfirðir að vetri" er sýning sem saman stendur, annars vegar af höggmyndum og málverkum eftir Hönnu Woll frá Þýskalandi sem dvaldi á Bíldudal sumarið 2008 og vann að listsköpun, og hinsvegar ljósmyndum, þrívíddarmyndum og ljósmyndum á tjaldi eftir Hafdísi Húnfjörð frá Tálknafirði en hún er áhugaljósmyndari.
Á sýningunum verður sagt frá verkum þeirra og þó sérstaklega sagt frá myndefninu á tjaldsýningunni og mun Jón Þórðarson, sýningahaldari, ræða við sýningargesti um Vestfirði að vetri. Viðræður við sýningargesti fara fram síðustu tvo tíma hvers dags, opnunardagana. Við formlega opnun sýningarinnar ræðir Jón við sýningargesti allan tímann.
Sýningaferðalagið er styrkt að Menningarráði Vestfjarða. Verið velkomin á sýningu Gallere Dynjanda, enginn aðgangseyrir.