Fiskistofa leitar að drífandi, lausnamiðuðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af sjávarútvegi. Ef þú ert tilbúin/n að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í einni af mikilvægustu atvinnugrein landsins, gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Um Fiskistofu og starfsaðstöðu: Fiskistofa er stjórnsýslu og eftirlitsstofnun sem heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og fer stofnunin með framkvæmd laga á sviði fiskveiðistjórnunar og lax og silungsveiða. Aðrar starfsstöðvar Fiskistofu eru á Akureyri, Hafnarfirði, Stykkishólmi og Vestmannaeyjum auk þess sem ný starfsstöð verður opnuð í Neskaupstað í mars 2025.
Við leggjum ríka áherslu á stafrænar lausnir og nýsköpun, auk greininga og áhættumats til að bæta eftirlitsferla okkar og efla skilvirkni. Frekari upplýsingar um vinnustaðinn má nálgast á vefsíðu Fiskistofu www.fiskistofa.is
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Eftirlit á sjó: Eftirlitsferðir með skipum af öllum stærðum og gerðum sem leyfi hafa til veiða í efnahagslögsögunni, þar á meðal ein til tvær sjóferðir á vinnsluskipum á ári. Í eftirlitsferðum á sjó er meðal annars fylgst með brottkasti, framkvæmdar lengdarmælingar á fiski og öðrum sjávarlífverum. Fylgt eftir skráningu í afladagbók og tillögur gerðar um lokanir veiðisvæða.
-
Eftirlit í landi: Eftirlit með löndun og vigtun afla á hafnarvog og hjá vigtunarleyfishöfum. Lengdarmælingar og skráning gagna. Úttekt á afurðum vinnsluskipa ásamt stjórnun fjarstýrðra loftfara
-
Skrifstofustörf: Skýrslugerð, skráning gagna og vinnsla upplýsinga vegna brotamála.
-
Önnur verkefni á starfssviði eftirlitsins eru meðal annars verkefni í lax og silungsveiði í sjó og malartekju í veiðivötnum
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Haldgóð reynsla og þekking á sjávarútvegi.
- Þekking á sjómennsku kostur.
- Góð tölvukunnátta og færni í gagnagreiningu.
- Góð íslenskukunnátta.
- Góð enskukunnátta.
- Greiningarhæfni, nákvæmni og fagmennska.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu.
- Líkamleg og andleg geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
- Hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsóknarfrestur og ferli:
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Umsóknir gilda í sex mánuði og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Athygli umsækjenda er vakin á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Fiskistofa áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og/eða auglýsa að nýju.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Viðar Ólason, vidar.olason@fiskistofa.is
Sími: 5697900