Fara í efni

Hátíðartónleikar á Ísafirði í útvarpinu á sunnudag!

Fréttir

Ríkisútvarpið  Rás 1 mun senda út hina minnisstæðu tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hátíðarkórsins og fleiri vestfirskra tónlistarmanna á Ísafirði þann 24. janúar sl. á pálmasunnudag. Utsendingin verður pálmasunnudag 16. mars kl. 16:10. Þeir sem ekki geta hlustað þá geta hlustað síðar á vef RÚV í 2 vikur eftir útsendingu.

Verkefnið er kynnt undir titlinum: Menningarveisla á Ísafirði. Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Ísafirði 24. janúar sl.

Á efnisskrá eru:
 
Hátíðarforleikur í A-dúr op. 96 eftir Dmitríj Shostakovitsj.
Píanókonsert nr. 2 í f-moll op. 21 eftir Frédéric Chopin.
Sinfóníetta V eftir Jónas Tómasson - frumflutningur .
Gloría eftir Francis Poulenc.
Einleikari: Anna Áslaug Ragnarsdóttir.
Einsöngvari: Ingunn Ósk Sturludóttir.
Kór: Hátíðarkór Tónlistarskólans á Ísafirði.
Kórstjóri: Beáta Joó.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.