Við leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og framsýnum leiðtoga í starf deildarstjóra framkvæmda og rekstrar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Deildarstjóri framkvæmda og rekstrar heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar, situr í rekstrarstjórn og tekur þátt í formlegu starfi deildarstjóra hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, framkvæmda og rekstrardeild, legudeild og endurhæfingu. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.
Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Sinnir og útdeilir verkefnum sem heyra undir deild framkvæmda og rekstrar
-
Leiðir áætlanagerð og stefnumótun fyrir deild framkvæmda og rekstrar í samstarfi framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar.
-
Stýrir rekstrarstjórn HVest á Patreksfirði, sem er formlegur stjórnunarvettvangur svæðis/deilda og stýrir fundum hennar.
-
Ber ábyrgð á að farið sé eftir lögum, reglum, kjarasamningum og öðrum þeim samningum sem gilda um rekstur HVest.
-
Tekur þátt í að samræma vinnulag og þjónustu milli starfsstöðva og stuðlar að samnýtingu og hagkvæmni í rekstri, m.a. með nýtingu mannafla og í innkaupum.
-
Innkaup og samskipti við birgja og flutningsaðila.
-
Er einn af lykilstarfsmönnum þegar almannavarnarástand ríkir. Sér um að upplýsingar um starfsmenn séu uppfærðar í almannavarnaráætlun og ber ábyrgð á kynningu hennar á deildum.
-
Samskipti við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir og ýmis verkefni tengd fasteignum svæðisins.
-
Umsýsla varðandi leiguíbúðir og bifreiðar á vegum HVest á Patreksfirði.
-
Á sæti í rekstarstjórn HVest.
-
Minni viðhaldsverkefni á fasteignum og lóðaumsjón s.s. snjómokstur, sláttur o.fl.
-
Getur gengið í störf annarra starfsmanna deildarinnar.
Hæfniskröfur
-
Reynsla sem nýtist í starfi
-
Iðnmenntun kostur
-
Reynsla af mannaforráðum eða stjórnun æskileg
-
Áhugi á umbótaverkefnum og teymisvinnu
-
Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
-
Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði
-
Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
-
Áhugi á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Patreksfjörður er mjög fjölskylduvænn staður, þar eru leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og framhaldsskóladeild ásamt öflugu íþróttastarfi. Börn hafa mikið frelsi og tækifærin til útivistar eru allt í kring.Margvísleg starfsemi er á svæðinu og næg atvinnutækifæri fyrir maka.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að sex mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Elísabet Samúelsdóttir, elisabet.samuelsdottir@hvest.is
Sími: 450 4500