Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Heilbrigðisgagnafræðingur/sjúkraliði á Ísafirði

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir lausa stöðu heilbrigðisgagnafræðings eða sjúkraliða. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 280 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með frágangi sjúkragagna (sjúkraskráa og læknabréfa) og bókunum í Sögukerfi

  • Umsjón með forflokkun og bókunum í læknatíma

  • Þátttaka i teymisvinnu

  • Túlkun og aðstoð fyrir erlenda lækna

  • Ýmis verkefni fyrir sérfræðinga, lækna og annað fagfólk

  • Þátttakandi í þróun upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá þjónustunnar

  • Vinna að verkefnum tengdum klínískri skráningu

  • Afleysing í móttöku

Hæfniskröfur

  • Starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi

  • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Geta til að starfa undir álagi

  • Faglegur metnaður, þjónustulipurð og mjög mikil samskiptahæfni

  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg

  • Jákvætt viðmót og geta til að vinna í teymi

  • Gott vald á íslensku og ensku skilyrði, dönskukunnátta kostur

  • Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Hanna Þóra Hauksdóttir, hanna@hvest.is

Sími: 8496210

Sækja um starf