Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - Sjúkraliði á heilsugæslu

Störf í boði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða sjúkraliða á heilsugæslustöðina á Ísafirði.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar www.hvest.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliði sinnir fjölbreyttum störfum sem til falla á heilsugæslu. Má þar nefna mæling lífsmarka, spirometriur, holter rannsóknir, ljósameðferðir, panta vörur, annast sótthreinsun. túlkun og fleira.

Hæfniskröfur

  • Starfsleyfi sem sjúkraliði
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
  • Samviskusemi, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Hæfileiki til að vinna í teymi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og fylgibréf þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu og staðfestar upplýsingar um menntun. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er -100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Magnea I Hafsteinsdóttir, magnea.hafsteinsdottir@hvest.is

Sími: 450 4500

Sækja um starf