Fara í efni

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Fréttir

Nýsköpunarsjóður námsmanna - www.nsn.is - var stofnaður 1992. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Á undanförnum  árum hefur sjóðnum tekist að ávinna sér nafn og gott orð fyrir vinnu þeirra mörg hundruð námsmanna sem starfað hafa á hans vegum og niðurstöður verkefnanna sem þeir hafa leyst af hendi.


Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Mark
mið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði.

Frestur til að sækja um í sjóðinn er til 10. mars 2008.