Fara í efni

Pósturinn - Bréfberi óskast

Störf í boði

Pósturinn leitar að kraftmiklum og ábyrgðarfullum bréfbera í hlutastarf á Ísafirði. Starfið felst í útburði, flokkun á pósti og aðstoð á pósthúsi eftir þörfum. 
Vinnutími er 8-13 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. 

Hæfnikröfur:

  • Bílpróf er kostur
  • Rík þjónustulund
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Jákvæðni

Umsóknarfrestur er til og með 15.janúar 2025. Öllum umsækjendum verður svarað og farið með umsóknir sem trúnaðarmál. 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóngunnar Biering Magnússon, rekstrarstjóri - í tölvupósti jonm@postur.is 

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogaskálarnar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. 
Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki. 

Sækja um starf