Fara í efni

ScanBio Iceland ehf - Yfirstýrimaður á ScanBio Aurora

Störf í boði

Leitað er að yfirstýrimanni sem getur leyst af sem skipstjóri á skipinu ScanBio Aurora. ScanBio Aurora er 46 metra langt skip sem flytur og framleiðir verðmæti úr aukaafurðum úr sjávarútvegi. 

Í starfinu felast verkefni stýrimanns bæði í brú og á dekki. Skipið verður staðsett á norðanverðum Vestfjörðum og er búseta þar kostur. 

Umsóknarfrestur er til og með 31.desember 2024, nánari upplýsingar um starfið veitir Örn Smárason 865-4814 - iceland@scanbio.com 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórn ScanBio Aurora í samstarfi við skipstjóra
  • Afleysing skipstjóra
  • Tryggja að skipið sé sjóklárt í samstarfi við skipstjóra og vélstjóra
  • Lestun og losun
  • Eftirlit með búnaði á dekki
  • Leiðarplön
  • Viðhalda skírteinum og samskipti við opinbera aðila
  • Rita upplýsingar í skipsdagbækur
  • Tryggja virkni öryggisbúnaðar 
  • Viðhalda og uppfæra ferla sem snúa að vinnu um borð

Menntuna og hæfniskröfur

  • Að minnsta kosti Skipstjórnarskírteinin STCW II/2
  • Gild heilbrigðisskoðun

Frekari upplýsingar er að finna hér