Fara í efni

Skatturinn - Sérfræðingar á Ísafirði

Störf í boði

Skatturinn leitar að sérfræðingum á Ísafirði

Skatturinn leitar að góðum liðsfélögum til starfa í virðisaukaskattsdeild Skattsins á starfsstöð sinni á Ísafirði. Meginhlutverk virðisaukaskattsdeildar er að annast álagningu virðisaukaskatts á einstaklinga og lögaðila og sinna verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. skráningu, þjónustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra.

Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

 
Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða og má þar helst nefna skráningar á virðisaukaskattsskrá, afgreiðsla erinda og endurgreiðslna, yfirferð virðisaukaskattsskýrslna auk endurákvarðana. Um er að ræða 100% starf.

 
Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólapróf í lögfræði eða viðskiptafræði (lágmarksmenntun er bakkalár gráða, meistaragráða er kostur).

• Þekking á reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er æskileg.

• Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.

• Jákvæðni og rík þjónustulund.

• Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.

• Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.

• Frumkvæði og metnaður.

• Geta til að vinna undir álagi.

• Góð almenn tölvukunnátta.

• Hreint sakavottorð.

 

Sækja um starf