Fara í efni

Skjaldborgarhátíðin tilnefnd til menningarverðlauna DV

Fréttir

Kvikmyndahátíðin Skjaldborg08 er tilnefnd til menningarverðlauna DV sem afhent verða 4. mars n.k. Geir Gestssyni aðalhvatamanni og framkvæmdaraðila hátíðarinnar hefur tekist að koma á fót einstakri kvikmyndhátíð sem hefur hlotið mikið lof og sett svip á Patreksfjörð meðan hátíðin hefur staðið yfir. Gestir og gangandi hafa notið þessa framtaks þar sem fjölbreytt úrval kvikmynda hefur verið til sýnis.

Á Skjaldborg08 var myndin Kjötborg valin mynd hátíðarinnar. Heiðursgestur hátíðarinnar var Albert Maysles sem er einn af kunnustu heimildarmyndagerðarmönnum samtímans.

Umsögn menninganefndar DV um hátíðina segir:

"Skjaldborg 2008, hátíð íslenskra heimildamynda, tókst frábærlega vel. Hjálpaðist þar allt að; fjölbreytt úrval mynda, heiðursgestur af hæsta kaliberi, gott utanumhald, skemmtileg stemmning meðal gesta og afar elskulegar móttökur heimamanna. Svo ekki sé minnst á sjálft kvikmyndahúsið, Skjaldborgarbíó, sem búið er að gera upp af miklum metnaði.¨

Heimasíða hátíðarinnar er www.skjaldborgfilmfestival.is.

Þessi frétt er afrituð af fréttavefnum www.patreksfjordur.is.