Fara í efni

Bók um Höllu á Laugabóli komin út

Fréttir

Út er komin bókin Svanurinn minn syngur, ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. Í bókinni er birt úrval kvæða vestfirsku skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur (1866-1937) frá Laugabóli í Ísafirði. Eftir hana liggja tvær ljóðabækur, Ljóðmæli sem kom út árið 1919 og Kvæði frá árinu 1940. Halla er án efa þekktust fyrir ljóðin Svanurinn minn syngur og Ég lít í anda liðna tíð en bæði eru við lög eftir tónskáldið Sigvalda Kaldalóns. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir sagnfræðingur valdi ljóðin í bókina og tók saman æviágrip skáldkonunnar. Hún hefur jafnframt veg og vanda af sýningu í Safnahúsinu á Ísafirði þar sem viðfangsefnið er ljóð og líf skáldkonunnar. Sýningin mun standa til loka nóvember og er opin á virkum dögum frá kl. 13 til 19 og á laugardögum frá kl. 13 til 16.

Fréttin er afrituð af www.bb.is.