Fjárlaganefnd Alþingis berst árlega mikill fjöldi umsókna um fjárlagastyrk. Fjöldi slíkra styrkbeiðna hefur farið vaxandi ár frá ári. Ekki er síst um að ræða margskonar menningarstarf og uppbyggingu menningarmannvirkja. Bolvíkingar hlutu náð fyrir augum nefndarinnar að þessu sinni sem jafnan áður og samþykkti Alþingi meðfylgjandi styrki til verkefna í Bolungarvík
Hólskirkja, 3,5 milljónir vegna endurbyggingar.
Einarshús vegna endurbyggingar, 3,5 milljónir kr.
Miðstræti 3, 0,5 milljónir vegna endurbyggingar
Allar ofangreindar fjárhæðir fara í gegn um Húsafriðunarnefnd ríkisins vegna endurgerðar merkra gamalla húsa. Sambærilegir styrkir eru veittir vegna húsa um land allt.
Þá fékk Ósvörin 5 milljón króna styrk á fjárlögum að þessu sinni.
Þess má líka geta að á meðal þeirra báta sem fengu styrk vegna endurgerðar var mótórbáturinn Lóa, sem Ragnar Jakobsson er eð vinna að og svo einir fjórir aðrir bátar með einkennisstafina ÍS. Það eru Fengsæll ÍS 83, Jóhanna ÍS 159, Sædís ÍS 67 og Tóti ÍS 10
Náttúrustofa Vestfjarða í Bolungarvík fær 6,5 milljóna sérstakt framlag til rannsókna. Þessi upphæð kemur til viðbótar við þá fjárhæð sem rennur til stofnunarinnar af fjárlögum. Er þetta sambærilegur styrkur og Náttúrurstofan hefur notið, rétt eins og aðrar náttúrurstofur í landinu.
Fræða eða Háskólasetrið í Bolungarvík fékk ennfremur 5 m. króna framlag líkt og önnur sambærileg fræða og háskólasetur sem starfa innan vébanda Háskóla Íslands. Í upphaflegum breytingartillögum sem fram komu við 2. umræðu var ekki gert ráð fyrir neinni upphæð til þessara þátta, en meirihluti fjárlaganefndar breytti því í meðförum sínum.
Fréttin er afrituð af fréttavefnum www.vikari.is.