Fara í efni

Fjöllistavika Hafstrauma

Fréttir

Þriðja árið í röð standa félagasamtökin Hafstraumar fyrir viðburðum á sunnanverðum Vestfjörðum í kring um sjómannadaginn. Sú nýbreytni er þó á Hafstraumum 2008 að í stað einna tónleika á Patreksfirði teygja Hafstraumar úr sér fram í vikuna og yfir í næstu byggðalög. Þriðjudaginn 27. maí byrjar fjöllistavika Hafstrauma 2008 og verður boðið upp á ýmsa viðburði og verða þeir allir gestum og gangandi að kostnaðarlausu. Meðal viðburða má nefna, tvær leiksýningar, fernir tónleikar, þar af einir stórtónleikar þar sem 9 hljómsveitir koma fram og listasmiðju sem verður staðsett í gamla sláturhúsinu á Patreksfirði.

Ætlun Hafstrauma er að byggja upp öflugt menningarstarf á Vestfjörðum og er fjöllistavikan fyrsti þátturinn í því starfi.

Áætlað er að mikill fjöldi fólks leggi leið sína vestur á firði þessa daga en auk fjöllistaviku Hafstrauma fara fram mikil hátíðahöld á Patreksfirði í tengslum við sjómannadaginn. Eins og margir vita hefur sjómannadeginum verið fagnað með einstæðum hætti á Patreksfirði um árabil og að jafnaði er um fjögurra daga hátíðarhöld að ræða.