07. apríl 2008
Fréttir
Íslenskar heimildarmyndir sem öðruvísi kæmu aldrei fyrir augu almennings verða meðal þess sem verður í boði á Skjaldborgar-kvikmyndahátíðinni á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Meðal mynda sem verða sýndar má nefna Kjötborg, sem fjallar um líf og starf síðasta kaupmannsins á horninu og samskipti hans við viðskiptavinina, Bara 5 mínútur í viðbót, mynd um tölvuleikjafíkn eftir Steindór Gunnar Steindórsson og Gufan – Ber er kverúlant að baki, eftir Ara Eldjárn sem bregður óvæntu ljósi á samfélagið í heitu pottunum.
Hátíðin fer fram í einu fallegasta og sérstakasta bíói landsins, Skjaldborg á Patreksfirði, dagana 9.-12. maí.
Fréttin er afrituð af www.bb.is.