Fara í efni

Ísfirsk tónverk frumflutt

Fréttir

Tvö ný verk ísfirska tónskáldsins Jónasar Tómassonar voru frumflutt á tónlistarhátíð Tónskáldafélags Íslands, Myrkum músíkdögum, sem lauk í gær. Myrkir músíkdagar eru vettvangur fyrir þá margbreytilegu þróun í tónlist sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum en hátíðin stóð í viku. Ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson hefur oft átt tónverk á þessari hátíð og að þessu sinni voru fjögur verka hans flutt á hátíðinni, tvö þeirra frumflutt. Verk Jónasar voru flutt af ýmsum tónlistarmönnum og tónlistarhópum, m.a. kammersveitinni Hnúkaþey, Einari Jóhannessyni klarinettuleikara, Douglas Brotchie orgelleikara, Hlíf Sigurjónsdóttur og Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikurum o.fl.

Frá þessu segir á www.bb.is og www.tonis.is.