Fara í efni

Litróf - tónleikaröð á Vestfjörðum

Fréttir
Hrólfur og Íris
Hrólfur og Íris

Málmblásarinn Iris Kramer og harmonikkuleikarinn Hrólfur Vagnsson verða með röð tónleika á norðanverðum Vestfjörðum næstu daga. Tónleikaröðin, sem gengur undir nafninu Litróf, hefst í félagsheimilinu í Súðavík á föstudag klukkan 20. Því næst halda hljóðfæraleikararnir til Flateyrar og leika þar á Vagninum klukkan 20 á laugardag og enda svo tónleikaröðina í félagsheimilinu á Þingeyri klukkan 16 á sunnudag. Á dagskránni eru verk eftir Piazzolla, Gillespie, Chick Corea og Nordheim auk eigin laga og spuna þeirra Irisar og Hrólfs. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestfjarða og eru hluti af verkefninu „Tónleikar um alla Vestfirði“. Aðgangseyrir er 1.200 krónur.

Þetta kemur fram á vefnum www.bb.is.