Fara í efni

Sjóræningjahúsið á Patreksfirði opnar sýningu um sjórán

Fréttir

Hlíf Gylfadóttir, mannfræðingur, flytur léttan og skemmtilegan fyrirlestur um hjátrú sjómanna í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudaginn 30. maí, en föstudagurinn er jafnframt opnunardagur kaffihússins. Í kaffihúsinu er að finna inngang að sýningu Sjóræningjahússins, en aðalsýningin verður opnuð á næsta ári.

Dúettin Hljómur kemur til með að halda uppi feikna fjöri á föstudagskvöld í tilefni opnunar og er öllum boðið að fagna þessum áfanga. Alda Davíðsdóttir og Davíð Rúnar Gunnarsson, eigendur og rekstraraðilar, eru að von himinlifandi yfir því að rekstrarleyfi hafi fengist fyrir Sjómannadagshelgina. Alda sagði í samtali við fréttamann: ,,Það verður feikna fjör hjá okkur um helgina og vonumst til að sjá sem flesta". ,,Við erum afar þakklát fyrir þá aðstoð sem bæjarbúar hafa veitt okkur," bætti hún við.

Frétt afrituð lítið breytt af fréttavefnum www.patreksfjordur.is.