Fara í efni

Steinshús á Nauteyri?

Fréttir

Hugmynd er uppi um að stofnað verði sérstakt safn eða menningarsetur um Stein Steinarr, á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Sveitarstjórn Strandabyggðar, tók jákvætt í erindi áhugamanna um Steinshús, um að láta eftir eignarhluta sveitarfélagsins í félagsheimilinu á Nauteyri, sem varð illa úti í bruna fyrir nokkrum árum og hefur staðið ónotað síðan.

Þórarinn Magnússon ættaður frá Ytra Ósi í Steingrímsfirði, einn áhugamanna, segir tímabært að heiðra minningu Aðalsteins Kristmundssonar eða Steins Steinars sem fæddist og ólst upp fyrstu árin á Laugalandi í Skjaldfannadal við Djúp. Steinn fæddist 1908 og lést 1958.

Þetta kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og er afritað af www.ruv.is og birt lítið breytt.