04. apríl 2008
Fréttir
Sannkölluð tónlistarguðsþjónusta verður í Hólskirkju í Bolungarvík á sunnudagskvöldið. Þá ætlar Þorteinn Haukur Þorsteinsson að mæta ásamt Gospelkór Vestfjarða og taka lagið fyrir kirkjugesti og flytja efni af væntanlegum geisladisk sem hann hyggst gefa út í sumar. Diskurinn ber heitið " Lofgjörð til þín" og inniheldur trúarlega tónlist að mestu og hefur Þorsteinn Haukur unnið að þessum geisladiski undanfarin þrjú ár. Diskurinn verður að hluta tekinn upp í Ísafjarðarkirkju og í tónlistarstúdíóinu Tankinum á Flateyri. Í guðsþjónustunni á sunnudag verður m.a. frumfluttur sálmur eftir Þorstein Hauk og mun Gospelkórinn syngja undir.