Fara í efni

Út um borg og bý: Hvað prýðir gott samfélag?

Fréttir

Út um borg og bý nefnist málþing sem SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) stóð fyrir föstudaginn 9. febrúar. Þar var reynt að svara spurningunni, Hverju skilar samstarf nágranna og hvað prýðir gott sveitarfélag? Málþingið prýddi fjöldi áhugaverðra erinda sem tóku á þessum málum með einum eða öðrum hætti.

Meðal þeirra sem stigu á stokk var Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar sem var með erindi um samstarf sveitarfélaga og lagði hún upp með spurninguna hvort það skilaði betri niðurstöðu fyrir íbúa, en um þessar mundir er sameiningarferli í gangi á milli Vesturbyggðar og Tálknafjarðar sem hún kom inn á í erindinu. 

Á fyrri helmingi málþingsins var höfuðáherslan á að skoða aðdráttarafl smærri samfélaga og hluti eins og innri ímynd þeirra og hvernig efla má jákvæðan byggðabrag. Velferð, góð samskipti og velferð barna var síðan tekið fyrir og í lokin Borgarstefna Íslands. 

Öll erindin eru nú aðgengileg á heimasíðu SSNE og má sjá þau hér.