Fara í efni

Vel sótt ráðstefna um framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Fréttir

Þann 13. nóvember var haldin ráðstefna undir heitinu Framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum, Ímynd, fjármögnun og markhópar. Ráðstefnan sem haldin var á Suðureyri var mjög vel sótt, en um 50 manns mættu til að hlýða á erindi og taka þátt í vinnustofu.

 

Mörg fróðleg erindi voru á ráðstefnunni, má þar helst nefna erindi Andres Stenbakken Ferðamálastjóra Grænlands, en hann fjallaði um mörkun Grænlands og þá vinnu sem þeir hafa lagt í verkfæratösku ferðaþjóna. Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu fjallaði um ímynd Vestfjarða og heildarmarkaðssetningu Íslands. Erindi ráðstefnunnar má finna hér.

 

Í framhaldi af ráðstefnunni var vinnustofa þar sem farið var yfir ímynd Vestfjarða og unnið áfram með lykilupplifanir Vestfjarða. Var þar lagður grunnurinn að áframhaldandi markaðsstarfi fyrir Vestfirði.