Fara í efni

Verkefnisstjóri á Reykhólum

Fréttir Störf í boði

Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra í Reykhólahreppi. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins Brothættra byggða í Reykhólahreppi ásamt verkefnisstjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Reykhólahreppi.

Verkefnið er til fimm ára og er hluti af verkefnum Brothættra byggða og er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Reykhólahrepps.

Um er að ræða 100% starf með starfsstöð á Reykhólum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar
  • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum á svæðinu
  • Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila
  • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
  • Aðstoð við gerð styrkumsókna og viðskiptaáætlana
  • Önnur verkefni í samstarfi við sveitarfélagið samkvæmt samkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í verkefninu. Háskólamenntun æskileg
  • Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórn
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
  • Þekking á styrkjaumhverfi og skrifum umsókna í innlenda og erlenda sjóði æskileg
  • Góð tölvu- og tæknifærni
  • Frumkvæði, jákvæðni, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar.