Fara í efni

Umsóknarfrestur - Orkustofnun Sólarsellustyrkur

Raforkuframleiðsla með sólarsellum beint í á raforkukerfið á Íslandi er, eins og staðan er
í dag, engan vegin fýsileg. Ef notendur setja hinsvegar upp sellur til að draga úr eigin
notkun má segja að ávinningur þrefaldist enda sparar notandinn þá kaup á raforku,
flutningi og sköttum.

Um er að ræða samkeppnissjóð með takmarkað fjármagn. Við val á umsóknum er horft
til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur
aldrei meira en 50% af efniskostnaði. Styrkurinn er greiddur út eftir á, út frá þeim
reikningum sem umsækjandi leggur fram. Ekki verða styrkt verkefni sem þar sem
framkvæmdir eru nú þegar hafnar.

Styrkjum Orkuseturs verður því einkum beint þangað sem hagsmunir notenda og
ríkis eru hvað mestir. Lagt verður því áherslu á eftirfarandi 3 þætti og hafa verkefni
sem falla undir þessar skilgreiningar forgang.

Utan samveitna
Á stöðum utan samveitna þ.e. þar sem raforkuframleiðsla fer fram með dísilrafstöðvum.
Hér niðurgreiðir ríkið allt að 50 kr/kWst sem gerir hagsmuni ríkis umtalsverða. Einnig
draga sólarsellur úr olíunotkun og þar með losun gróðurhúsalofttegunda sem
samræmist orkustefnu ríkis og skuldbindingum.

Notendur á dreifbýlistaxta
Á stöðum þar sem notendur eru á dreifbýlistaxta. Þar eru notendur að borga hæsta
raforkuverðið eða allt að 29 kr/kWst. Eins er ríkið að borga dreifbýlisframlag sem nemur
að frádregnu jöfnunargjaldi um 3.5 kr/kWst. Fyrir hverja kWst sem framleidd er í dreifbýli
lækkar því kostnaður ríkis sem þessu nemur.

Notendur á rafhituðum svæðum
Á rafhituðum svæðum. Þar er raforkunotkun mikil og ríkið niðurgreiðir allan
raforkuflutning. Niðurgreiðsla á rafhitun er í kringum 10 kr/kWst í dreifbýli. Fyrir hverja
kWst sem framleidd er í dreifbýli lækkar því niðurgreiðslukostnað ríkis sem þessu
nemur. 

Sækja um