Fara í efni

KLAK - Icelandic Startups á Ísafirði

KLAK – Icelandic startups eru nú í kynningarferð um landið og verða þau á Ísafirði í hádeginu 9. október í húsakynnum Vestfjarðastofu við Suðurgötu 12. Tilgangur ferðarinnar er að hvetja til nýsköpunar, fræða og upplýsa um hvað er í boði fyrir þau sem hafa legið á hugmyndum sínum hvort sem það er innan ferðaþjónustunnar eða í öðrum greinum.

Í kynningunni verður sérstaklega fjallað um frumkvöðlakeppnina Gulleggið og viðskiptahraðalinn Startup Tourism sem hefur verið endurvakinn eftir 5 ára dvala. Öll áhugasöm eru hvött til þess að mæta á viðburðinn, njóta léttra veitinga og kynnast tækifærum í stuðningsumhverfi nýsköpunar.

Startup Tourism er fimm vikna viðskiptahraðall sem hefur það markmið að hvetja til nýsköpunar og tæknivæðingar í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring. Sérstök áhersla er lögð á að auðvelda aðilum af öllu landinu að taka þátt og kynningarferðin er einn liður í því. Hraðallinn samanstendur af fimm tveggja daga lotum sem ýmist fara fram á netinu eða í Grósku í Reykjavík en flug og gisting verða niðurgreidd fyrir þau teymi sem koma af landsbyggðinni.

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur hún verið haldin af KLAK – Icelandic Startups síðan árið 2008. Keppnin er sérstaklega hugsuð fyrir nýsköpun á hugmyndastigi. Gulleggið er opið öllum, það er einnig opið þeim sem ekki eru með hugmynd.

Fundurinn er opinn öllum en skráninga er óskað