Fara í efni

Landsbankinn - Sjálfbærnistyrkir

Áhersla á orkuskipti
Við leitumst við að styrkja þróun og rannsóknir á lausnum sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágu kolefnisspori.

Styrkirnir eru ekki síst ætlaður nemendum og sprotafyrirtækjum.

Styrkhæfar lausnir geta verið í formi þróunar vélbúnaðar, hugbúnaðar, framleiðsluferlis eða annars. Við skoðum einnig verkefni þar sem frekari rannsókna er þörf og styrkjum rannsóknarfasa.

Umsóknarferlið
Við hvetjum umsækjendur til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.

Sérstök dómnefnd fer yfir umsóknir þegar umsóknarfresturinn er liðinn. Dómnefndin er skipuð tveimur sérfræðingum úr skóla- og atvinnulífinu ásamt tveimur fulltrúum bankans.

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2024.

Frekari upplýsingar 

Sækja um