Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsfólki í vaktavinnu í skammtímavistun og stuðningsþjónustu á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.
Starfshlutfall 50-100% og um er að ræða allar tegundir vakta.
Um framtíðarstörf er að ræða og stöður eru lausar strax eða eftir samkomulagi.
· Aðstoð við þjónustunotendur til sjálfshjálpar og stuðla að þátttöku þeirra í samfélaginu
· Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs líf og heimilishald
· Setja sig inn í tjáningarform og sérstakar aðstæður þjónustunotenda
· Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoða við heilsufarslega þætti.
· Vinnur eftir þjónustuáætlun í samvinnu við þjónustunotendur og yfirmann.
· Menntun sem nýtist í starfi er kostur
· Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
· Íslenskukunnátta
· Bílpróf
· Hreint sakavottorð