Veigamiklar breytingar urðu á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi um áramót 2022-23. Við þær breytingar lögðust auknar kröfur á sveitarfélög varðandi úrgangsforvarnir, flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu. Við þessar breytingar sköpuðust frekari ástæður til að uppfylla lagakröfu um gerð svæðisáætlunar um úrgang, sem 67.Fjórðungsþing Vestfjarða samþykkti að hefja undirbúning að. Haustið 2023 hófst svo vinna við Svæðisáætlunina undir verkefnastjórn Hjörleifs Finnssonar og var Stefán Gíslason frá Environice fengin sem ráðgjafi með verkefninu. Eftir mikla vinnu, samráð og fjölmarga fundi með fulltrúum allar sveitarfélaga á Vestfjörðum, samþykktu, í lok árs 2024, sveitarstjórnir allra sveitarfélaga áætlunina.
Áætlunin skilgreinir aðgerðir en sú fyrsta er stofnun Úrgangsráðs sem hvert sveitarfélag skipar í einn mann og annan til vara. Úrgangsráðið, ásamt hringrásarfulltrúa Vestfjarðastofu sjá um það samstarf sem aðgerðakafli svæðisáætlunarinnar kveður á um.
Úrgangsráð Vestfjarða:
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir - Ísafjarðarbær, aðalmaður
Halldóra Björk Norðdahl - Ísafjarðarbær, varamaður
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir - Bolungarvík, aðalmaður
Magnús Ingi Jónsson - Bolungarvík, varamaður
Delphine Brioris - Árneshreppi, aðalmaður
Sólveig Rögnvaldsdóttir- Árneshreppi, varamaður
Lilja Magnúsdóttir - Vesturbyggð, aðalmaður
Gerður B. Sveinsdóttir - Vesturbyggð, varamaður
Þorgeir Pálsson - Strandabyggð, aðalmaður
Ragnheiður Ingimundardóttir - Strandabyggð, varamaður
Hrefna Jónsdóttir - Reykhólahreppi, aðalmaður
Rebekka Eiríksdóttir - Reykhólahreppi, varamaður
Eiríkur Valgeir Scott - Súðavíkurhreppi, aðalmaður
Kristján Rúnar Kristjánsson - Súðavíkurhrepi, varamaður
Finnur Ólafsson - Kaldrananeshreppi, aðalmaður
Hildur Aradóttir - Kaldrananeshreppi, varamaður
Starfsmaður verkefnis
