Fara í efni

Samgöngustofa - Sumarstarf hjá Samgöngustofu á Ísafirði

Störf í boði

Samgöngustofa leitar að sumarafleysingu í deild skipa og hafnaeftirlits með starfsstöð á Ísafirði. Starfshlutfall er 100%. Leitað er af einstaklingi sem getur hafið störf í lok mars / byrjun apríl og unnið út sumarið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni starfsins eru að taka við umsóknum er varða skipsskírteini og útgáfu þeirra, frágangur gagna og gagnavinnsla í skjalakerfi stofnunarinnar og reikningagerð. Einnig felst í starfinu símsvörun og almenn upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Hæfniskröfur

  • Gott vald á íslensku í rituðu og töluðu máli.

  • Að geta og vilja læra á ný og sérhæfð forrit.

  • Leitað er að einstaklingi sem er fær í mannlegum samskiptum og með ríka þjónustulund.

  • Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, jákvæður og vandvirkur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni F. Viggóson, sérfræðingur í skipsskírteinum, í síma 480 6000. Öllum umsóknum skal fylgja starfsferilskrá. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.03.2025

Nánari upplýsingar veitir

Bjarni Frans Viggósson

Sími: 480 6000

Sækja um starf