Fara í efni

Bókavörður - Bókasafnið Ísafirði, afleysing

Störf í boði

Bókasafnið Ísafirði óskar að ráða bókavörð í 55% starf, frá 1.maí 2025 til 30. apríl 2026. Vinnutími er eftir hádegi auk annars hvers laugardags.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta við notendur bókasafnsins
  • Upplýsingagjöf og afgreiðsla
  • Frágangur og uppröðun safnefnis
  • Aðstoð við viðburði

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og þjónustulund.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2025.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.

Umsóknir skulu sendar til Eddu Bjargar Kristmundsdóttur forstöðumanns á netfangið edda@isafjordur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Edda í tölvupósti.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við þjónum með gleði til gagns