Fara í efni

Kerecis - Viðhaldsfulltrúi

Störf í boði

Starfsmaðurinn stýrir verkefnum af fjölbreyttum toga þegar kemur að viðhalds- og endurbótaverkefnum í starfsstöðvum félagsins. Viðhaldsfulltrúinn verður staðsettur í starfsstöð Kerecis á Ísafirði og heyrir undir bygginga- og viðhaldsstjóra fyrirtækisins.

Hefur þú roð við okkur?

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.

Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.

Sáraroð Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna við viðhald og framkvæmdir á starfsstöðvum fyrirtækisins
  • Kemur að skipulagningu framkvæmda
  • Tengiliður við verktaka
  • Lágmarka áhrif allra framkvæmda á framleiðslu
  • Kemur að ákveðnum verkefnum sem tengjast framleiðslu
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði byggingariðnaðar og/eða umtalsverð reynsla af framkvæmdum og viðhaldi fasteigna
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi
  • Drifkraftur, skilvirkni og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af kostnaðaráætlanagerð er kostur

Frekari upplýsingar um starfið