Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa nú í nokkurn tíma undirbúið gerð loftslagsstefnu sem mun setja markmið og aðgerðaáætlun um orkuskipti og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. En í lögum um lofslagsmál er einnig gerð krafa um að gerð sé áætlun um kolefnisjöfnun, þ.e að sú losun sem ekki tekst að eyða verði kolefnisjöfnuð. Það þýðir að að losun á einu tonni af kolefni skuli jafna með svokölluðum kolefniseiningum á valkvæðum kolefnismarkaði. Kolefniseiningar sanna að 1 tonn af kolefnisígildum hafi verið sparað, komið í veg fyrir losun eða bundið. Því má færa kolefniseinigar á móti losun í kolefnisbókhaldi.
Þá er spurningin hvernig eiga sveitarfélögin á Vestfjörðum að standa að kolenfisjöfnun? Ættu þau að kaupa þær frá Kína, sem væri ódýrast, eða kaupa þær af innalandsmarkaði úr skógrækt, en þær eru í bið á má því ekki færa strax. Þarf að kaupa óvottaðar? Mætti framleiða kolefniseingar með virkjunum á endurnýjanlegri orku? hvaða tækifæri felast í framleiðslu á kolefniseingum o.s.frv. Spurningarnar eru margar og fjölbreyttar.
Hjá Vestfjarðastofu var ákveðið með tilliti til þessa að taka saman skýrslu um málið sem nú er komin út. Verkefnið fékk styrk frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti til kaupa á ráðgjöf við skýrslugerðina sem fengin var hjá Verkís, en verkið var að mestu unnið af Vestfjarðastofu.