ÁH2025-1, Svæðisskipulag Vestfjarða
Markmið
Að halda áfram vinnu við gerð Svæðisskipulags Vestfjarða en miða við verklok apríl 2026
Verkefnalýsing
Gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði, byggir á ályktun 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti, í september 2022, en þar er beint tilmælum til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga að láta hefja vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði hið fyrsta. Segir síðan í ályktunni að
„Svæðisskipulagið marki meginstefnu og langtímaframtíðarsýn í umhverfis- og byggðamálum Vestfjarða, þar sem hagsmunir sveitarfélaganna fari saman til að stuðla að uppbyggingu Vestfjarða sem landfræðilegri, hagræni og félagslegri heild sem styrkir byggðaþróun á Vestfjörðum til framtíðar.“
Verkefnið er unnið samkvæmt ramma Skipulagslaga 123/2010 og Skipulagsreglugerðar 90/2013. Það hófst 2023 með skipan svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga sem standa skipulagsgerðinni (Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða) og útboði á vinnu skipulagsráðgjafa. Með ráðningu skipulagsráðgafa í byrjun árs 2024 verður unnin lýsing svæðisskipulags sem staðfest verður að hálfu sveitarfélaga og hefst þá vinna við gerð skipulagsins sem ætlað er ljúka í apríl 2026, með staðfestingu Skipulagsstofnunar. Fjórðungssamband Vestfirðinga verður verkefnisstjóri og leggur til starfsmann svæðisskipulagsnefndar samkvæmt samningi við Vestfjarðastofu.
Lokaafurð
Svæðisskipulag Vestfjarða samþykkt af öllum sveitarfélögum. Sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaga um áherslur um þróun samfélaga, atvinnumál, umhverfismál og menningarmál.
Setji framtíðarsýn fyrir önnur sameiginleg stefnuskjöl s.s. Sóknaráætlun Vestfjarða
Framkvæmdaraðili: Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða
Samstarfsaðilar: Sveitarfélög á Vestfjörðum, skipulagsráðgjafi og Skipulagsstofnun
Tímarammi - september 2023 - apríl 2026
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára - Kr. 15.000.000 kr fyrir árið 2025
ÁH2025-2, Uppbygging og fjárfesting
Markmið
- Að kynna fjárfestingarmöguleika á Vestfjörðum ásamt því að laða að nýja fjárfesta
- Að tengja kynningar við aðgerðir tengdar ímynd samfélag og atvinnulífs á Vestfjörðum í samstarfi við sveitafélög og fyrirtæki
- Ýta undir aukna uppbyggingu íbúðahúsnæðis, gististaða og afþreyingar í ferðaþjónustu
Verkefnalýsing
Á sama tíma og mikil uppbygging er á Vestfjörðum er opinber orðræða gagnvart helstu atvinnugreinum oft á tíðum mjög neikvæð sem gæti ýtt enn undir neikvæða heildarmynd af landsvæðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á helstu eiginleikum þeirrar uppbyggingar í atvinnulífi sem á sér stað og draga fram hvernig nýjar atvinnugreinar í örum vexti sinna samfélagsábyrgð og náttúruvernd í samvinnu við sveitarfélög og íbúa.
Uppfærsla og viðhald á InWest vef Vestfjarðastofu. Ítarefni verður unnið til að fylgja eftir verkefnum.
Markvisst unnið að því að auka vitund fjárfesta um möguleika á Vestfjörðum og unnið með Íslandsstofu að því að kynna tækifæri á Vestfjörðum fyrir erlendum fjárfestum.
Lokaafurð
- Auknar fjárfestingar á Vestfjörðum með sérstakri áherslu á uppbyggingu gististaða og segla í ferðaþjónustu
- Húsbyggingarverkefni fari af stað
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Samstarfsaðilar: Sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum
Ráðuneyti: Atvinnuvegaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félagsmálaráðuneytið
Tímarammi: mars 2023-desember 2027
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára - 7.500.000 kr á ári
ÁH2025-3, Visit Westfjords og Vestfjarðaleiðin
Markmið
Lenging ferðamannatímabilsins á Vestfjörðum
Þróun ferðaleiðar – Vestfjarðaleiðin
Auknar fjárfestingar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum
Aukin vetrarferðaþjónusta á Vestfjörðum
Verkefnalýsing
Mikill áhugi er nú á Vestfjörðum sem mikilvægt er að nýta til að hvetja til aukinna fjárfestinga í gistingu og afþreyingu á svæðinu sem verður mikilvæg áhersla næstu tvö árin þar til lokið verður við stór samgönguverkefni sem bæta mjög aðgengi að svæðinu.
Verkefni Markaðsstofu Vestfjarða eru í grunninn tvíþætt.
Þróun ferðaþjónustu í landshlutanum
Unnið verður að framþróun ferðamannastaðsins í gegnum verkefnin Vestfjarðaleið og Vetrarferðaþjónusta.
Vestfjarðaleiðin felur í sér samstarf ferðaþjóna og sveitarfélaga til að stuðla að uppbyggingu, sýnileika og gæðum.
Markmið verkefnis Vetrarferðaþjónusta er að stuðla að minnkandi árstíðasveiflum, tryggja betri rekstrargrundvöll fyrirtækja, gera Vestfirði samkeppnishæfari og auka vöruframboð.
Markaðsstofan kemur að námskeiðs og viðburðahaldi til að efla fræðslu og samvinnu innan svæðis.
Markaðs og kynningarstarf
Markaðsstofan sinnir bæði upplýsingagjöf og kynningarmálum. Rekstur heimasíðu og samfélagsmiðla þjónar þannig tvíþættum tilgangi að kynna staðinn en jafnframt að vera upplýsingaveita til ferðamanna.
Með kynningarstarfi er jafnframt átt við samvinnu með Íslandsstofu, blaðamönnum, áhrifavöldum. Samskipti við erlenda og innlenda ferðasala og tengslamyndum. Landshlutinn kynntur á bæði erlendum og innlendum ferðasýningum.
Lokaafurð
- Markviss erlend markaðssetning Vestfjarða
- Aukið samstarf milli Markaðsstofu og ferðaþjóna
- Kynningar á Vestfjarðaleiðinni
- Aukið vöruframboð Vetrarafurða
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Samstarfsaðilar: Ferðaþjónar og sveitarfélögin á Vestfjörðum
Ráðuneyti: Atvinnuvegaráðuneytið
Tímarammi: 2025, 2026 og 2027
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára - Kr. 7.500.000- á ári
ÁH2025-4, Blámi
Markmið
Að styðja við og efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna með því að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði.
Verkefnislýsing
Blámi er samstarfsverkefni Vestfjarðastofu, Orkubús Vestfjarða, Landsvirkjunar og Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis sem ætlað er að leiða saman einstaklinga og fyrirtæki sem geta unnið saman að því að afla alþjóðlegs fjármagns til tilrauna, rannsókn og þróunar á orku- og loftslagsvænum lausnum. Með því að auka samstarf milli fyrirtækja og opinberra aðila er hægt að styðja verkefni og tækifæri, þar sem verðmætasköpun og samkeppnishæfni er aukin.
Lokaafurð
Fyrirtæki og sveitarfélög á Vestfjörðum verði sýnilegir og virkir þátttakendur í orkuskiptum og að til verði nýsköpunarverkefni á sviði orkumála á Vestfjörðum
Greinanlegur árangur á sviði orkuskipta og svæðið vel í stakk búið til að takast á við orkuskipti
Framkvæmdaraðili: Blámi
Samstarfsaðilar: Landsvirkun, Orkubú Vestfjarða, Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið, Sveitarfélög og fyrirtæki á Vestfjörðum
Ráðuneyti: Umhverfis- orku og loftslagsráðuneyti
Tímarammi: 2025-2026
Framlag úr Sóknaráætlun til tveggja ára: Kr. 10.000.000.- kr á ári
ÁH2025-5, Ungmennalýðræði á Vestfjörðum
Markmið
Að skapa vettvang til að stuðla að aukinni lýðræðisþátttöku og -þekkingu ungmenna á Vestfjörðum. Í því felst að styðja við ungmennaráð sveitarfélaganna, stuðla að auknu samstarfi ungmenna innan fjórðungsins og að stofnað verði ungmennaráð Vestfjarða sem haldi árlega ungmennaþing Vestfjarða.
Verkefnalýsing
Fyrsta Ungmennaþingið var haldið 2022 með frábærum árangri. Þar hófst vinna að því að stofna ungmennaráð. Áfram verður unnið að stofnun ungmennaráð Vestfjarða með skýr tengsl við stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða og starfsmenn Vestfjarðastofu. Ungmennaráðinu yrði falið að undirbúa og skipuleggja næsta ungmennaþing og funda 4 sinnum á ári um málefni Vestfjarða.
Ungmennaráð Vestfjarða yrði vettvangur þar sem fulltrúar frá öllum svæðum Vestfjarða koma saman og fá tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri og er jafnframt vettvangur sem hægt er að leita til til að ná fram sjónarmiðum ungmenna á svæðinu við hina ýmsu stefnumótun og ákvarðanatöku.
Ungmennaþing er vettvangur þar sem ungt fólk kemur saman og ræðir málefni sem brenna á þeim. Mikilvægt er að ungt fólk fái vettvang til að koma skoðunum sínum á framfæri um þau mál sem á þeim brenna enda hefur sýnt sig að það að fá að taka þátt í lýðræðislegum ferlum er besta leiðin til að auka þátttöku ungmenna.
Niðurstöðum ungmennaþings verður komið á framfæri með fjölbreyttum hætti bæði til sveitarstjórnarmanna, hins opinbera og almennings og verður jafnframt stuðlað að eflingu samstarfs ungs fólks á Vestfjörðum, bæði innan landshlutans sem og við aðra landshluta. Leitast verður eftir því að styðja við og/eða eiga frumkvæði að samstarfsverkefni sem miðar að þátttöku ungs fólks og sækja í sjóði á sviði æskulýðsmála í því skyni.
Lokaafurð:
Árlegt ungmennaþing
Kynningar á niðurstöðum þingsins til kjörinna fulltrúa sveitarfélaga og almennings.
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Samstarfsaðilar: Ungmennaráð sveitarfélaga á Vestfjörðum, Menntaskólinn á Ísafirði, Lýðskólinn á Flateyri, sveitarfélögin á Vestfjörðum
Ráðuneyti: Mennta- og barnamálaráðuneyti og Innviðaráðuneytið
Tímarammi: 2025-2027
Framlag úr Sóknaráætlun til þriggja ára: Kr. 1.000.000.- kr á ári
ÁH2025-6, Farsældarþing og verkefni á sviði farsældar og inngildingar
Markmið
-
Að vinna að verkefnum á sviði farsældar og inngildingar á Vestfjörðum
- Farsældarþing haldið á árinu 2025
Verkefnalýsing
Í samræmi við áherslur nýrrar Sóknaráætlunar Vestfjarða 2025-2029 verður farið í verkefni sem tengjast inngildingu og farsæld barna á árinu 2025. Farið verður í stöðu- og þarfagreiningu varðandi málaflokkana, unnið að stofnun farsældarráðs og mótuð verkefnisáætlun til 3-5 ára.
Lokaafurð
- Farsældarþing haldið
- Stofnað verði farsældarráð
- Tölulegar upplýsingar um stöðu innflytjenda á svæðinu
- Greining tengd stöðu verkefna á sviði farsældar á svæðinu
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðstofa
Samstarfsaðilar: Sveitarfélög á Vestfjörðum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Gefum íslensku séns, Öruggari Vestfirðir, Vinnumálastofnun ofl.
Ráðuneyti: Mennta- og barnamálaráðuneyti og Félagsmálaráðuneyti
Tímarammi: 2025 og 2026
Framlag úr Sóknaráætlun til tveggja ára - 4.000.000 kr fyrir árið 2025
ÁH2025-7, Sólmyrkvi 2026
Markmið
- Að samþætta undirbúning sveitarfélaga og ferðaþjóna á Vestfjörðum fyrir Sólmyrkvi 2026
- Að vinna með Íslandsstofu og sveitarfélögum að samþættingu og dreifingu upplýsinga til ferðamanna
- Að stuðla að fræðslu innan og utan Vestfjarða um viðburðinn
Verkefnalýsing
Undirbúningur og aðkeypt þjónusta vegna Sólmyrkva 2026
12.ágúst 2026, mun almyrkvi sólu vera sýnilegur frá landi meðal annars á Vestfjörðum. Þrátt fyrir að sjónarspilið sé sýnilegt víðar þá beinast spjótin að Vestfjörðum, en á Látrarbjargi mun hann vara lengst.
Erfitt er að spá fyrir um stærð viðburðarins enda háður ytri aðstæðum. Það má þó búast við því að Vestfirðir verða vel sóttir af ferðamönnum þar sem hótelgisting þetta tímabilið er að mestu uppseld. Þá má gera ráð fyrir því að ferðamenn muni sækja fyrir fram ákveðna staði.
Markaðsstofan í samstarfi við Íslandsstofu og sveitarfélög vinnur að samþættingu og dreifingu upplýsinga til ferðamanna. Réttar og skýrar upplýsingar geta nýst sem stýritæki fyrir atburðinn.
Einnig vill Markaðsstofan stuðla að fræðslu fyrir samfélagið og ferðamenn sem geta verið gagnleg og aukið áhuga á atburðinum.
Lokaafurð
- Upplýsingarsíða undir Westfjords.is um almyrkvan, sem greinir frá viðburðum, safnstöðum, hindrunum og fleiri í tengslum við atburðin.
- Samstarf við sveitarfélög
- Fræðsluviðburður fyrir samfélagið
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Samstarfsaðilar: Sveitarfélögin á Vestfjörðum, Íslandsstofa og fyrirtæki á Vestfjörðum
Ráðuneyti: Atvinnuvegaráðuneytið
Tímarammi: 2025 og 2026
Framlag úr Sóknaráætlun til tveggja ára: 2.000.000.- kr á ári
ÁH2025-8, Gullkistan Vestfirðir - Auðlindir, innviðir, orka og samfélag
Markmið
- Að verkefnið "Gullkistan Vestfirðir" verði samnefnari fyrir viðburði næstu tvö árin sem auka eigi sýnileika Vestfirskra fyrirtækja
- Að auka samstarf Vestfirskra fyrirtækja
- Að auka vitund um mikilvægi framleiðsluafurða frá Vestfjörðum
- Að auka stolt og vitund Vestfirðinga um afurðir svæðisins
- Að hveja til aukinnar neyslu afurða svæðisins á Vestfjörðum og Íslandi öllu.
Verkefnalýsing
Verkefnið snýst um að stuðla að fjölmörgum viðburðum, smáum og stórum sem auka eiga sýnileika Vestfirska afurða.
Matarmarkaðir verða víða á Vestfjörðum yfir sumarið bæði ár verkefnisins
Fyrirtæki verða hvött til að halda opin hús eins og kostur er
Sett verður upp stór sýning fyrirtækja og stofnana svæðisins í íþróttahúsinu á Ísafirði í fyrstu viku september mánaðar.
Veitingastaðir verða hvattir til að nýta afurðir svæðisins og stærri framleiðendur hvattir til að auðvelda aðgengi að afurðum svæðisins innan þess.
Lokaafurð
Vestfjarðasýning, viðburðir yfir tveggja ára tímabil, aukinn sýnileiki fyrirtækja á svæðinu og aukið samstarf milli þeirra. Einnig aukinn sýnileiki afurða svæðisins á veitingastöðum.
Framkvæmdaraðili: Vestfjarðastofa
Samstarfsaðilar: Sóknarhópur Vestfjarðastofu, Blámi og Innviðafélag Vestfjarða
Ráðuneyti: Atvinnuvegaráðuneytið
Tímarammi: 2025 og 2026
Framlag úr Sóknaráætlun til tveggja ára: 6.000.000.-kr á ári