
Árið 2022 tóku í gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana, á réttum tíma og frá réttum aðilum. Tilgangur löggjafarinnar er að barnið verði hjartað í kerfinu, þá að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og séu ekki send á milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana. Með farsæld er átt við aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.
Í 5. gr. laganna er kveðið á um svæðisbundin farsældarráð en það er vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna sem sveitarfélög skipa. Verkefnastjóri farsældarráðs vinnur í virku samráði við sveitarfélög og fagfólk sem vinnur að málefnum barna við að koma á svæðisbundnu farsældarráði. Verkefnastjóri er Erna Lea Bergsteinsdóttir og er hún með starfsstöð á Patreksfirði.
Verkefnið er samtarf Vestfjarðastofu og Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Það nær yfir allt starfssvæði Vestfjarðastofu og vinnur verkefnastjóri með hagaðilum um alla Vestfirði. Verkefnastjóri er ráðinn til tveggja ára og er áætlað að innan þess tíma verði farsældarráð Vestfjarða tekið til starfa og unnin hafi verið fyrsta áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára.
Starfsmaður verkefnis
