Fara í efni

Málefni skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarbæ

Fréttir

Hádegisfundur í húsakynnum Vestfjarðastofu þriðjudaginn 19. mars kl. 12. Á fundinum verður farið í nokkur mál er varða móttöku skemmtiferðaskipa í Ísafjarðarbæ.

Ný stefna Ísafjarðarbæjar í móttöku skemmtiferðaskipa – Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri

Ísafjarðarbær hefur unnið að mörkun stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa og mun Arna Lára fara yfir þá vinnu og innihald stefnunnar.

Skipasumarið 2024 – Hilmar Lyngmó hafnarstjóri Ísafjarðarhafna

Fjölmörg skemmtiferðaskip munu heimsækja Ísafjörð á sumri komanda. Hilmar mun fara yfir helstu línur auk þess að fara yfir hvernig skráningu er háttað á síðu Ísafjarðarbæjar.

Sumarviðburðasjóður hafna Ísafjarðarbæjar – Starfshópur um sjóðinn kynnir

Verið er að opna fyrir umsóknir í nýjan sumarviðburðasjóð hafna Ísafjarðarbæjar sem hvetja á til viðburðahalds í tengslum við komur skemmtiferðaskipa. Kynning á sjóðnum og umsóknarferli.

Öll eru velkomin á fundinn. Léttar hádegisveitingar í boði.

Erindum verður streymt á Teams en ekki verður hægt að taka þátt í umræðum þar. Smellið hér til að tengjast fundinum. 

Skoða á viðburðardagatali