
Ferðaþjónusta á Vestfjörðum er árstíðarbundin og enn töluvert langt í land að Vestfirðir verði heilsársáfangastaður.
Hafin er vinna í samstarfi við ferðaþjóna á svæðinu við að draga saman vörur og þjónustu í ferðapakka þar sem áhersla er lögð á vor og haust annarsvegar og vetur hinsvegar. Í framhaldi af gerð ferðapakkanna verður farið í kynningar á þeim og Vestfjörðum sem áfangastað utan háannar.
Verkefnið hlaut styrk frá Ferðamálastofu árið 2018, til þriggja ára.
Verkefnið var á árinu 2020 sameinað verkefninu Vestfjarðaleiðin enda eitt af aðalmarkmiðum Vestfjarðaleiðarinnar að leggja áherslu á heilsársferðaþjónustu á öllum svæðum Vestfjarða.
Starfsmaður verkefnis
