Orkumál á Vestfjörðum - ályktun stjórnar Vestfjarðastofu
Stjórn Vestfjarðastofu tekur undir áhyggjur sveitarstjórna og atvinnulífs á Vestfjörðum af afleiðingum á takmörkunum á sölu á skerðanlegri orku. Stjórn kallar eftir að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum. Eins lýsir stjórn Vestfjarðastofu áhyggjum af áhrifum þessarar stöðu á rekstur og fjárfestingargetu Orkubús Vestfjarða, m.a seinkunum í verkefnum er varðar þrífösun rafmagns og undirbúningi nýrrar orkuvinnslu s.s. vatnsafls og jarðhita.
28. janúar 2022