Fara í efni

Leiðir til byggðafestu

Leiðir til byggðafestu

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu. Það er unnið með styrk frá innviðaráðuneytinu til að efla byggð á því landsvæði sem mest á undir sauðfjárrækt. Þar er litið til Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Húnaþings vestra.

Í sveitarfélögunum sex er talin mikil þörf á að fjölga nýsköpunarverkefnum til að treysta byggðafestu á lögbýlum, auk þess að veita frumkvöðlum á svæðinu stuðning og hvatningu. Með verkefninu er hvatt til nýsköpunar og verðmætasköpunar. Áherslan er fyrst og fremst á lögbýli á strjálbýlum svæðum.

Samið var við fyrirtækið Eigið fé ehf um verkefnisstjórn. Fyrsta skrefið við framkvæmd verkefnisins var tækifæragreining, annað skrefið stefnumótun og þriðja skrefið fræðsla og tengslamyndun til að hrinda tækifærum í framkvæmd.

Tækifæragreiningin er fullunnin og hefur verið birt í skýrslunni Leiðir til byggðafestu

Námskeið á vegum Leiða til byggðafestu

Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst fjölbreytt fræðsla haust og vetur 2024-2025 á vegum verkefnisins. Hér að neðan birtast upplýsingar um námskeið og erindi sem í boði eru og er fólk beðið að skrá sig svo gera megi viðeigandi ráðstafanir.

 3. nóvember - Leiðtogafærni í eigin lífi
Leiðtoganámskeið fyrir íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra á Hótel Laugarbakka. Námskeiðið er leitt af Jóni Halldórssyni hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu KVAN og er það að kostnaðarlausu fyrir öll áhugasöm sem búsett eru á áðurnefndum svæðum.

Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur í starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins? Hvort sem þú vilt styrkja þig í persónulega lífinu eða annarsstaðar, þá ættu allir að geta grætt eitthvað á námskeiði KVAN. Nánar hér

Skráning á námskeið hér

Starfsmaður verkefnis

Tengd skjöl

Leiðir til byggðafestu