Fara í efni

Sterkar Strandir 2023

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið Sterkar Strandir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við Sterkar Strandir. Um er að ræða fjórðu og síðustu úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Strandabyggð.

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 23. janúar 2023.

Verkefnum sem verða styrkt að þessu sinni þarf að vera lokið í síðasta lagi 31. desember 2023, og eru umsækjendur beðnir um að hafa það að sérstöku leiðarljósi við gerð umsókna.

Umsóknir þurfa að styðja meginmarkmið Sterkra Stranda. Þau eru eftirfarandi:

  • Sterkir innviðir og öflug þjónusta
  • Stígandi í atvinnulífi
  • Stolt og sjálfbært samfélag


Á vefsíðum Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu má finna nánari reglur um styrkveitingar og markmiðaskjal verkefnisins. 

Ekki er krafist mótframlags frá umsækjanda. Samstarf aðila sem að jafnaði starfa ekki saman styrkir umsóknina.

Umsækjendur eru hvattir til að lesa leiðbeiningar og leita sér aðstoðar hjá verkefnisstjóra. Vönduð umsókn sem styður við framtíðarsýn og meginmarkmið verkefnisins er líklegri til árangurs. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með framgangi verkefnisins á netmiðlum, til að mynda á vef Vestfjarðastofu og á Facebooksíðu Sterkra Stranda.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Sigurður Líndal verkefnisstjóri í síma 611-4698 eða á netfanginu sigurdurl@vestfirdir.is

Einstaklingur, ehf, félagasamtök o.s.frv.
Dragið fram helstu markmið með verkefninu í nokkrum setningum og hver afrakstur verður í lok verkefnis (hámark 250 orð). Það styrkir umsókn ef mælanlegir kvarðar eru settir upp til skilgreiningar á því hvort að markmiði hafi verið náð.
Meðal annars eftirfarandi atriði: • Markmið verkefnisins • Hvað á að gera og hvernig verður verkefnið unnið til að ná settum markmiðum? Hér er mikilvægt að allar helstu upplýsingar komi fram í hnitmiðuðum texta og með rökstuðningi fyrir umsókninni.
• Hvernig fellur verkefnið að skilaboðum íbúaþings og stefnumótun fyrir verkefnið Sterkar Strandir?
• Hvernig leiðir verkefnið til atvinnusköpunar (helst á heilsársgrundvelli)? • Hvernig er þess gætt að verkefnið trufli ekki samkeppni á þjónustusóknarsvæðinu? • Hverjar eru markaðslegar- og rekstrarlegar forsendur verkefnisins?
• Hvernig nýtist útkoman sem flestum íbúum byggðarlagsins? • Hvernig gætir áhrifa verkefnisins fyrst og fremst í byggðarlaginu? • Hvetur verkefnið til samstarfs og samstöðu innan byggðarlagsins
• Hefur styrkveiting mikil áhrif á framgang verkefnisins? Ef svo er, þá hvernig?
Stutt lýsing á bakgrunni umsækjanda og verkefnisstjóra. Gera skal grein fyrir framlagi þeirra, hlutverki og ábyrgð í verkefninu. Er þekking og/eða reynsla til staðar þannig að verkefnið sé líklegt til árangurs. Einnig skal gera grein fyrir helstu samstarfsaðilum (ef við á), nafni, kennitölu og hlutverki og leggja fram viljayfirlýsingu um samstarf frá þeim í fylgigögnum.
Æskilegt er að fá viðhengi sem Excel skjal hér að neðan
Skiptið verkefninu upp í kostnaðarliði. Sundurliðið kostnaðarliði verkefnisins, s.s. reiknuð eigin vinna, laun, aðkeypta þjónustu, útlagðan kostnað og svo frv. Æskilegt er að fá viðhengi sem Excel skjal hér að neðan. Tilgreinið tekjur, styrki og aðra fjármögnun verkefnisins að umbeðinni styrkupphæð undanskilinni
Skráið hér lista yfir viðhengi (ef við á).
Hvernig verður kynningu á verkefninu háttað? Vinsamlegast skrifið stuttan texta um verkefnið sem nota má til kynningar á verkefninu af hálfu Byggðastofnunar og/eða samstarfsaðila (einnig væri gott að fá mynd eða myndir)
Ég staðfesti að ég hef lesið úthlutunarreglur

Ég staðfesti að ég hef lesið úthlutunarreglur