Markaðsstofan býður ferðaþjónum á Vestfjörðum að taka þátt í vinnustofum sem miða að því að þróa ferðapakka utan háannartíma. Á vinnustofunum verður:✅ Unnið að gerð vetrarferðapakka sem hægt er að markaðssetja erlendis✅ Greindar áskoranir í rekstri utan háannartíma og leitað lausna✅ Styrkt samstarf milli ferðaþjóna✅ Undirrituð viljayfirlýsing um að bjóða þjónustu yfir veturinn
Vinnustofurnar fara fram í litlum hópum og verða haldnar eftir svæðum:📍 Fyrsta vika apríl – Norðvesturhluti Vestfjarða📍 Önnur vika apríl – Suðvesturhluti Vestfjarða📍 Eftir páska / síðasta vika apríl – Strandir
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að þróa vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum til að skrá sig.