28. september 2017
Fréttir
Annað haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga verður haldið í Reykjanesi þann 29. og 30. september. Helsta umræðuefni þingsins er þróun innviða á Vestfjörðum en meðal þeirra sem verða með erindi eru Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstóri Skipulagsstofnunar, Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri og Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri Mannvirkjastofunar.
Þá verður fjallað um málefni fatlaðs fólks á þinginu á laugardeginum en fyrir liggur tillaga Ísafjarðarbæjar um breytt fyrirkomulag á málaflokknum.